Hvaða holufjöldi er vinsælastur?

Golfvöllurinn í Brautarholti varð 12 holu völlur í lok júlí í sumar. Við leyfðum fólki að ráða hvort það spilaði 9, 12, 18, 21 eða 24 holur. Við erum ekki með nákvæma talningu en tilfinning okkar er að um 20% fór 9 holur, 30% fór 12 holur, 40% fór 18 holur og 10% fór 21 eða 24 holur. Sem sagt, um helmingur fór minna en 18 holur og helmingur 18 holur eða meira. Okkur fannst þeim fækka sem fóru 18 holur eða meira, úr um 65% niður í 50% en líka kom á óvart að þó nokkur fjöldi tók fleiri holur en 18.

Þú getur bókað þinn rástíma hér