Staðarreglur fyrir golfvöllinn í Brautarholti

Robotar – sláttuvélar

  • Ef roboti færir bolta út stað, skal leggja bolta á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann óþekktur). Regla 9.6. Ef bolti á hreyfingu hittir robota verður að leika honum þar sem hann liggur. Reglu 11.1

Lausn frá óeðlilegu ástandi vallaraðstæðum (þar á meðal óhreyfanlegum hindrunum). Regla 16.1a.

  • Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á almenna svæðinu.
  • Fjarlægðarmerkingar, hælar, ruslafötur og skilti á almenna svæðinu.
  • Göngubrú yfir glompu milli 5. og 6. Brautar, ef bolti liggur í glompu eða undir göngubrú skal hann látinn falla innan glompu.

Vitasvæði

  • Á 5. braut, er sjávarborð hverju sinni mörk vatnshindrunar.
  • Þegar bolti leikmanns hefur ekki fundist eða það er vitað eða nánast öruggt að boltinn er út af má leikmaðurinn halda áfram á eftirfarandi hátt, í stað þess að taka fjarlægðarvíti. Gegn tveimur vítahöggum, má leikmaðurinn taka lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á lausnarsvæði (sjá reglu 14.3): Lausnarsvæði er þá á annaðhvort þar sem upphaflegi boltinn er talinn hafa stöðvast/farið út fyrir vallarmörk eða á brautinni sem verið er að spila næst viðmiðunarpunkti þar sem bolti týndist/fór út af, en þó ekki nær holu.

Vallarmörk innan vallar

  • Æfingar flöt og vipp svæði næst við klúbbhús, vinstra meginn við holu 9, merkt með hvítum hælum, er út af.

Bætt lega í glompu, færa um lengd kylfugrips

  • Þar sem hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompu og ástand hennar er mjög ójafnt þá má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en höggið er slegið, með því að leggja upphaflega boltann innan lengd kylfugrips (ekki pútter) frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum: Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og verður að vera í glompunni.

Víti fyrir slæma umgengni

  • Samkvæmt staðarreglu dæmist eitt högg í víti í hvert skipti sem kylfingar henda rusli á jörðina s.s. nikotínpúða og vindlingum. Sama á við ef kylfingar laga ekki bolta- eða kylfuför ef hægt er. Víti fellur niður ef menn bæta úr/laga annað boltafar.

Bókaðu þig í golf

Snilldar golfvöllur í dásamlegu umhverfi

Bóka núna