Siðareglur Golfklúbbs Brautarholts
Sem félagi í Golfklúbbi Brautarholts ætla ég:
- Ætíð að taka tillit til annarra golfspilara sem og starfsmanna vallarins.
- Laga bolta- og kylfuför og taka upp rusl.
- Sýna aldrei af mér ofbeldi, kynferðislega áreitni eða særandi hegðun.
- Tilkynna brot á siðareglum og alla kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
- Leika af heiðarleika og samkvæmt golfreglum.
- Bera virðingu fyrir hæfileika og getu annarra kylfinga.
- Forðast neikvæð ummæli og hafa ávallt stjórn á skapi mínu.
Siðareglur UMFÍ, ÍSÍ og ÍBR
- Golfklúbbur Brautarholts er samstarfsaðili UMFÍ og því hlýtum við einnig siðareglum UMFÍ. Sjá nánar hér.
- Við vekjum einnig athygli á bæklingnum Kynferðisleg áreitni og ofbeldi sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gefur út.
- Við vekjum einnig athlygli á bæklingi ÍBR um ofbeldi í íþróttum.
Stefna Golfklúbbs Brautarholts gegn einelti og kynbundnu ofbeldi
Öllum einstaklingum sem starfa hjá Golfklúbbi Brautarholts (GBR) eða taka þátt í starfi þess sem iðkendur eða sjálfboðaliðar skal tryggt öruggt umhverfi og virðing. Einelti, ofbeldi eða kynferðislegt áreiti er ekki liðið og getur varðað brotrekstrarsök. Ef starfsmaður eða félagsmaður upplifir einelti, ofbeldi eða kynferðislegt áreiti skal strax tilkynna það til framkvæmdastjóra eða formanns. Framkvæmdastjóri/formaður skal bregðast við með því að ræða við aðila, reyna að finna lausn og veita viðvörun. Golfklúbburinn skal taka öllum tilkynningum alvarlega:
- Ef menn eru í vafa um hvernig eigi að bregðast við skal hafa samband við Samskiptaráðgjafa ÍSÍ í síma 839 9100 eða í tölvupósti sigurbjorg@dmg.is. Einnig má hafa samband beint við lögreglu eða barnaverndaraðilar í síma 112.
- Ef þolandi er lögráða skal sterklega hvetja viðkomandi að kæra málið til lögreglu. Hringja í 112.
- Ef brotið er gegn ólögráða einstaklingi ber að tilkynna til Barnaverndar í síma 112.
Ef þú verður fyrir áreiti eða ofbeldi:
Jafnréttis og aðgerðaáætlun Golfklúbbs Brautarholts
- Golfklúbbur Brautarholts (GBR) skal stuðla að jöfnum tækifærum félagsmanna og vinnustaðurinn skal vera eftirsóknarverður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna.
- GBR skal veita kynjum jafnan aðgang að rástímum og æfingartímum. GBR mun kappkosta að hafa hæfa þjálfara og sambærilega aðstöðu og aðbúnað fyrir bæði kyn.
- Starfsmenn skulu njóta launa- og kjarajafnréttis óháð kyni.
- Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum félagsins skal þess gætt að hlutfall kynja sé sem jafnast.