UM GBR

Golfklúbbur Brautarholt var stofnaður 2011 og opnað var fyrir golfleik á Brautarholtsvelli í lok júlí 2012. Núverandi stjórn skipa; Gunnar Páll Pálsson, formaður, aðrir í stjórn eru Bjarni Gunnarsson og Bjarni Pálsson. Aðsetur GBR er að Brautarholti 1, Kjalarnesi, 162 Reykjavík. Sími  566 6045.

Á lista yfir bestu golfvelli heims

Golfscape

Brautarholt top golf courses of the world

Brautarholtsvöllur er í 62. sæti á lista bókunarvefsíðunnar Golfscape yfir bestu golfvelli heims.

Lesa meira

GolfDigest

Golf Digest Brautarholt one of the best in the world

Brautarholt er í 40. sæti yfir bestu golfvelli Skandinavíu samkvæmt tímaritinu GolfDigest Magazine

Lesa meira

Staðsetning

Golfvöllurinn er í landi Brautarholts á Kjalarnesi, beygt er af Vesturlandsvegi við Grundarhverfi á Kjalarnesi og ekið sem leið liggur að Brautarholti. Völlurinn liggur yst á hinu eiginlega Kjalarnesi með útsýni til borgarinnar.

Opnunartími

Almennir opnunartímar golfvarllarins er frá 1. maí til 30. september, hægt er að panta rástíma á netfanginu gbr@gbr.is

Golfvöllurinn liggur við sjávarsíðuna og því má ganga út frá að almennt verður völlurinn opnaður með fyrstu völlum á vorin og lokað með þeim síðustu.

Verð

Vallargjald 2023:

 • Vallargjald 18 holur kr. 13.000,-
 • Vallargjald 12 holur kr. 9.900,-

Meðlimagjöld 2023:

Rauð aðild, fimm skipta aðild og skráning í forgjafarkerfi Golfsambands Íslands (GSÍ). Rauð aðild er hefðbundin félagsaðild með takmörkuðum fjöld hringja innifalda í verði. Tilvalið aðildarform fyrir þá sem vilja spila víða og/eða hafa ekki tíma fyrir mikinn fjölda golfhringja á ári. Víða erlendis vaxa golfklúbbar sem bjóða upp á sveigjanlegri aðild en tíðkast hér á landi. Rauð aðild er 5 skipta aðild að Golfklúbbi Brautarholts og vinavellir.

Rauð aðild (5 skipta kort og aðild að GSÍ) = 34.900 kr. 

Innifalið;

 • Aðild að Golfsambandi Íslands (GSÍ)
 • 5 hringir á golfvellinum í Brautarholti sumarið 2023, eftir 5 hringi greiðist fyrir hvern hring kr. 3.900,-
 • Vallargjald fyrir gesti meðlima er 50% af fullu vallargjaldi
 • Ekki hefur verið samið um vinavelli 2023 en við áætlum að þeir verða svipaðir og á síðasta ári.
  • Vinavellir voru á árinu 2022*:
   • GM kr. 4.000, í 4 skipti
   • GKG, fyrir kl. 15 á virkum dögum kr. 5.395
   • Golfklúbburinn Oddur kr. 7.000
   • Golfklúbburinn Leynir, Akranesi 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Borgarness 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Suðurnesja 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Grindavíkur 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Öndverðarnes 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Skagafjarðar 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Vestmannaeyja 50% afsláttur
   • Golfklúbbur Selfoss 50% afsláttur
   • *Hugsanlega bætast fleiri við.
 • Verð kr. 34.900

Leiga á búnaði 2023:

 • Golfbíll 18 holur kr. 7.000,-
 • Golfbíll 12 holur kr. 5.000,-
 • Golfsett kr. 5.500,-
 • Golfkerra kr. 1.500,-

Greiða má árgjald inn á reikning GBR kt. 561112-0450, banki;  513-26-66045.

Vinsamlega sendið okkur afrit af greiðslukvittun á gbr@gbr.is. Við munum þá skrá viðkomandi í félagakerfi Golfklúbbs Brautarholts. Félagskírteini mun verða afhent í golfskála í maí.

Bókaðu þig í golf

Snilldar golfvöllur í dásamlegu umhverfi

Bóka núna