Youtube-golfstjarnan Mark Crossfield segir að golfvöllur Golfklúbbs Brautarholts á Kjalarnesi sé sá skemmtilegasti sem hann hefur spilað. Hann bjóst við miklu áður en hann spilaði völlinn sem hann segir hafa farið fram úr björtustu vonum sínum.

Mark Crossfield fjallar um golf á Youtube, Facebook og fleiri miðlum og nýtar gríðarlegra vinsælda. Hátt 270 þúsund manns eru áskrifendur af myndböndum hans á Youtube og eru myndböndin með allt að 1,3 milljónir áhorfa. Smelltu hér til að horfa á þættina.

Mark kom til Íslands í fyrra og spilaði meðal annars völlinn á Brautarholti. Hann birti fimm hluta þáttaröð um völlinn á Youtube þar sem hann fer um hann fögrum orðum. „Þessi völlur fór fram úr björtustu vonum mínum og ég bjóst við miklu,“ segir hann.
„Ég hef aldrei nokkurn tíma spilað á svona golfvelli — ég held að hann sé einstakur á heimsvísu. Þetta er skemmtilegasti völlur sem ég hef spilað.“

Fjallað hefur verið um golfvöll Golfklúbbs Brautarholts í tímaritum á borð við Golf World og Golf Digest. Þá fara golfarar á vefnum Trip Advisor fögrum orðum um völlinn sem þeir segja að sé frábær upplifun, krefjandi en fallegur völlur með stórkostlegu útsýni.

Golfklúbbur Brautarholts býður upp á sérstaka Rauða aðild þar sem golfarar greiða 29 þúsund krónur fyrir að fá að spila fimm hringi ásamt aðild að forgjafarkerfi GSÍ. Aðildin hentar sérstaklega þeim sem vilja vera utan golfklúbba en engu að síður spila golf nokkuð reglulega.

Smelltu hér til kaupa Rauða aðild.