Rafn Stefán Rafnsson Golfklúbbi Borganess sigraði á Titleist & FJ Open sem fram fór á Brautarholtsvelli á Kjalarnesi sunnudaginn 28. júní, bæði með og án forgjafar. Hann lék 18 holur á 64 höggum eða sex höggum undir pari vallar. Hann fékk alls sjö fugla og einn örn á hringnum. GBR þakkar Ísam golf samstarfið og vinningshöfum til hamingju. Hægt að vitja vinninga í golfskála GBR.

Úrslit voru eftirfarandi:

Höggleikur:
1. Rafn Stefán Rafnsson 64 högg
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson 68 högg
3. Sigurþór Jónsson 71 högg

Punktakeppni:
1. Rafn Stefán Rafnsson 42 punktar
2. Aðalsteinn Ingi Halldórsson 39 punktar
3. Jón Axel Pétursson 37 punktar

Nándarverðlaun:
2/11 braut Ernir Sigmundsson 92 cm
5/14 braut Rafn Stefán Rafnsson 253 cm
8/17 braut Bjarki Geir Logason 156 cm

Lengsta teighögg á 9/18 braut:
Tinna Jóhannsdóttir