Vefurinn Golfscape hefur sett Brautarholtsvöll á nýjan lista yfir 18 áhugaverða golfvelli um allan heim. Á listanum er mælt með völlum til að spila á ferðalagi um heiminn. Hann inniheldur marga stórglæsilega velli frá öllum heimshornum; allt frá Suður-Afríku til Kanada, frá Skotlandi til Dúbæ og auðvitað alla leið til Íslands.

Golfscape er vefur sem selur golfferðir um allan heim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vefurinn setur Brautarholtsvöll á lista. En eins og greint var frá á þessari síðu er völlurinn 62. sæti á lista vefsins yfir bestu golfvelli heims.

Á listanum er golfarar hvattir til að pakka ofan í töskur, bóka flug og drífa í að spila á þessum mögnuðu völlum. „Ef þú ert ævintýramanneskja eða ferðast um heiminn og spilar golf, þá er þetta listinn fyrir þig,“ segir á listanum.

Í umsögn vefsins um Brautarholtsvöll kemur fram að fólk geti notið þess að spila á krefjandi velli í einstaklega fallegu umhverfi. „Hefur þig langað til að spila í miðnætursólinni? Þá skaltu skipuleggja ferð í júní eða júlí og upplifa dagsljós allan sólarhringinn,“ segir í umsögn vefsins.

Golfklúbbur Brautarholts býður upp á sérstaka Rauða aðild þar sem golfarar greiða 29 þúsund krónur fyrir að fá að spila fimm hringi ásamt aðild að forgjafarkerfi GSÍ. Aðildin hentar sérstaklega þeim sem vilja vera utan golfklúbba en engu að síður spila golf nokkuð reglulega.

Smelltu hér til kaupa Rauða aðild.