Glæsilegt golfmót - Krombacher Open

Krombacher Open

Golfklúbbur Brautarholts, Krombacher Open laugardaginn 13. júní.

Leikfyrirkomulag er tveggja manna Texas skramble. Mótin eru tvö, fyrra mótið er 13. júní og það síðara 11. júlí. Rástímar eru frá kl. 8:00 til 10:00 og svo aftur frá kl. 13:00 til 15:00. Þátttökufjöldi er því takmarkaður við 104 keppendur og því mikilvægt að hafa hraðar hendur þegar skráning opnar laugardaginn 1. júní kl. 12:00. Mótsgjaldið er kr. 5.000, eða kr. 10.000 fyrir parið og skráning fer fram á www.golf.is.

Lið fær forgjöf sem er samanlögð vallarforgjöf deilt með fimm, þó ekki hærri vallarforgjöf forgjafarlægri kylfingsins. Þátttakendur verða að hafa skráða forgjöf og vera eldri ern 20 ára.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir efstu sætin í hvoru móti. Nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg. Skemmtileg stemming verður í golfskála.  

 Verðlaun:

1. Sæti:
2 x Gjafabréf á út að borða fyrir tvo á MAR restaurant ásamt fordrykk á MAR BAR
2 x 5 skipta aðgangskort að golfvellinum Brautarholti.
2 x 2 kassar af Krombacher 50cl dósum.
2 x 2 kassar af Krombacher 33cl gleri.
2 x 6 Krombacher bjórglös (40cl).
2 x 1,5L Krombacher stígvél (glas).
 
 
2. Sæti:
2 x 2 kassar af Krombacher 50cl dósum.
2 x 1 kassi af Krombacher 33cl gleri.
2 x 6 Krombacher bjórglös (40cl).


3. Sæti:

2 x 1 kassi af Krombacher 50cl dósum.
2 x 1 kassi af Krombacher 33cl gleri.
2 x 6 Krombacher bjórglös (40cl).
 
 4. Sæti:
2 x 12 flöskur af Krombacher í 50cl gleri.

5. Sæti:
2 x 12 flöskur af Krombacher í 50cl gleri.


Nándarverðlaun:
Kassi af Krombacher 33cl fyrir þann sem er næstur holu (allar par 3 brautir).

Hola í höggi á 5. Braut: 
Ferð til Kölnar og í höfuðstöðvar Krombacher í Þýskalandi fyrir einn í 2 nætur.
Innifalið (fyrir einn): Flug til Frankfurt, ferðir til og frá flugvelli erlendis, skoðunarferð um höfuðstöðvar Krombacher, kvöldmatur og gisting í 1 nótt með morgunmati í Siegen, „Kölsh brewery tour“ um Köln, kvöldmatur og Krombacher fögnuður og gisting í 1 nótt í Köln.

Dregið úr skorkortum:

3 x kassi af Krombacher 33cl gleri.
3 x kassi af Krombacher 50cl dósum.
1 x Krombacher golfregnhlíf.
1 x Torres Ibericos Rioja 3L risa rauðvínsflaska.

Dregið úr öllum skorkortum frá báðum mótum á viðburði, fer fram eftir seinna mótið, nánar auglýst síðar, hvetjum alla til að mæta:

Ferð til Kölnar og í höfuðstöðvar Krombacher í Þýskalandi fyrir tvo í 2 nætur.
Innifalið (fyrir tvo): Flug til Frankfurt, ferðir til og frá flugvelli erlendis, skoðunarferð um höfuðstöðvar Krombacher, kvöldmatur og gisting í 1 nótt með morgunmati í Siegen, „Kölsh brewery tour“ um Köln, kvöldmatur og Krombacher fögnuður og gisting í 1 nótt í Köln.